Þriðji þáttur
Ég segi ekki alltaf allt gott - A podcast by RÚV

Categories:
Í þáttaröðinni rifjar Íris Stefanía Skúladóttir upp atvik frá yngri árum með hjálp fjölskyldu og vina. Allt frá þriggja ára aldri og að árinu 2011, þegar Íris var greind með geðhvarfasýki þá 25 ára gömul. Í þriðja og síðasta þætti skoðar Íris hvort það sé hægt að læra að láta sér líða vel og hvort hún sé í raun og veru komin á þann stað sem hún stefndi á. Er hún kannski ennþá í afneitun? Viðmælendur eru Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Hildur Skúladóttir, Sjöfn Evertsdóttir, Hera Hilmarsdóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Skúli Guðbjarnarson. Tónlist í þættinum er úr smiðju Antonio Sanchez, Zeena Parkins og Calexico. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir Umsjón: Íris Stefanía Skúladóttir