Enski boltinn - Vægast sagt athyglisvert sumar hjá Newcastle

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Síðustu ár höfum við á Fótbolti.net tekið upp hlaðvörp með stuðningsmönnum 'stóru sex' félaganna á Englandi fyrir hvert tímabil, en núna bætum við Newcastle inn í flóruna. Newcastle er svo sannarlega stórt félag á Englandi og mun á komandi tímabili taka þátt í Meistaradeildinni í annað sinn á þremur árum. Newcastle á nokkuð stóran hóp stuðningsmanna hér á Íslandi og komu tveir þeirra, Magnús Tindri og Hjálmar Aron, í heimsókn í Pepsi Max stúdíóið til að fara yfir stöðu mála en sumarið hefur verið vægast sagt áhugavert fyrir þeirra menn.